onsdag 16. april 2014

Mismunun / diskriminering

Fékk að upplifa mismunun vegna húðlitar míns í dag. Fór með börn garðyrkjumannsins til læknis af því þau voru með háan hita og mig grunaði að þau væru með Malaríu. Leiðin lá á einkastofu sem við höfum nýtt fyrir starfsfólkið ef það hefur verið veikt. Þá hefur þjónustan kostað um 3000 mkv og allir verið ánægðir. 
Í dag ákvað ég að keyra þau þar sem okkur fannst ekki hægt að senda þau með almenningssamgöngum með tvö börn með háan hita. Þegar komið er að húsnæðinu er greinilegur inngangur á framhlið hússins og engin skilti sem benda til þess að hægt sé að fara annars staðar inn. Fyrir innan er stórt afgreiðsluborð þar sem okkur er heilsað, þau afhenda heilsuvegabréfin fyrir börnin og svo er okkur boðið sæti á biðstofunni. Þar sitjum við í rúman klukkutíma og bíðum eftir að röðin komi að þeim að hitta hjúkrunarfræðing sem mælir lífsmörk og gefur báðum krökkunum hitalækkandi stíla þar sem þau voru með um 40 stiga hita. Leiðin liggur að því loknu aftur á biðstofuna þar sem við bíðum góðan hálftíma eftir að hitta lækni. Þegar því er lokið erum við beðin um að fara aftur fram og borga fyrir blóðprufurnar áður en rannsóknarstofan tæki þær prufur sem læknirinn vildi. Fjölskyldunni er vísað af lækninum á biðstofu til hægri meðan ég fer að borga. Þegar ég sé upphæðina fara að renna á mig tvær grímur og mér er bent á að fara á rannsóknarstofu til vinstri. Þar er mér bent á að fylla út upplýsingablað um sjúklingana í annarri afgreiðslu og ég spyr af hverju læknirinn hafi vísað þeim í eina átt meðan afgreiðslan sendir mig í hina. Sú sem ætlar að skrá okkur inn segir mér þá að hin rannsóknarstofan sé biluð. Ég fer því og næ í fjölskylduna á hina biðstofuna og spyr í leiðinni hvort rannsóknarstofan þeirra sé biluð og fæ þau svör að allt virki mjög vel. Þá spyr ég hvort einhver munur sé á þessum tveimur rannsóknarstofum og það kemur í ljós að þær séu jafngóðar og eini munurinn sé verðið. Ég fer þá til baka í afgeiðsluna og segist vilja notfæra mér ódýrari rannsóknarstofuna fyrst ekki sé gæðamunur á þjónustunni. Fæ þá að vita að þar sem þau séu skráð inn sem "privat" viðskiptavinir eigi þau að fara þau vinstra megin. Segir einnig að þar sem þau sér "privat" sé styttri bið og þeir sem fari hinum megin þurfi oft að bíða í tvær klukkustundir eftir aðstoð (á þessum tímapunkti vorum við búin að bíða í 1 1/2 tíma). Ég spyr þá hver hafi ákveðið að þau væru "privat" viðskiptavinir og kemur í ljós að það fari eftir því inn um hvaða dyr fólk gengur. Ég var ekki alveg að ná þessum útskýringum þar sem ég hafði ekki séð annan inngang en eftir langt spurningarfljóð þar sem ég var farin að efast um getu mína til að skilja ensku segir hún að það sé annar inngangur á hliðinni á húsinu. Ég spyr svo nánar út í verðið og hver verðmunurinn væri ef mér hefði tekist að ramba á hinar dyrnar. Þá verður fátt um svör en hún segir að ég hafi borgað of mikið þar sem hún hafi ekki vitað að sjúklingarnir væru börn og hún myndi leiðrétta það við endanlegt uppgjör. Þá verð ég aftur frekar hissa og spyr hvað hún meini með endanlegu uppgjöri, hvort hún ætli í alvörunni að rukka mig um eitthvað meira. Fæ þá að vita að það fari eftir því hvort börnin þurfi einhverja meðhöndlun eða ekki. 
Eftir blóðprufurnar situr fjölskyldan og bíður í þrjú korter eftir svari. Kemur í ljós að þau eru með Malaríu, þurfa meðhöndlun og eru lögð inn á barnadeildina. Ég ákveð eftir að hafa grennslast fyrir um hvað innlögnin kosti að fá að tala við yfirmenn og útskýra óánægju mína. Þar fæ ég fullt af útskýringum á því af hverju ég hafi ekki fengið upplýsingar um hinar dyrnar, að það hafi verið logið að mér að ódýrari rannsóknastofan væri biluð og ég hafi verið rukkuð um rangt verð. Eftir að hafa hlustað á að starfsmaðurinn í móttökunni væri sennilega svo þreyttur á miðvikudögum því þá væri sérfræðingur á svæðinu og því fleiri sjúklingar og að starfsmennirnir á hinni rannsóknastofunni þætti alveg eðlilegt að ljúga því það væri einkafyrirtæki sem vildi bara græða á fólki, fékk ég alveg nóg því þá ég komst að því að gjaldkerinn hafði líka logið að mér því það væri ekkert sérstakt barnaverð, aðeins verð fyrir Malava og hina. Ég bað hana um að finna út úr þessu og eftir að hafa notaði góðan tíma í það komst hún að því að sú í móttökunni gerði einfaldlega ráð fyrir því að þar sem ég var hvít að ég hefði komið áður og vildi fá sem hraðasta þjónustu. Gjaldkerinn viðurkenndi að þar sem eftirnafn barnanna var ekki mjög malavískt og ég var hvít að hún hefði rukkað hæðsta verð. 
Niðurstaðan varð sú að leiðrétta ætti verðið við endanlegt uppgjör þar sem börnin eru malavísk og ættu þar af leiðandi bara að borga malavískt verð. Hins vegar var ekki tekið tillit til þess að okkur hefði ekki verið bent á ódýrari innganginn og þrátt fyrir að hafa verið "privat" biðu börnin í 3 tíma eftir meðhöndlun. 
Sem sagt eftir jafnlanga bið og gjaldkerinn sagði að væri hinum megin, kostaði sama þjónusta 10x meira en ef þau hefðu komið sjálf, af því hvít manneskja fylgdi þeim.
Tek það fram að ég sé ekki eftir einni krónu eða kvatcha í meðhöndlun fyrir börnin en finnst frekar fúlt að þar þau líta á mig sem azungu (rík/hvít) sé í lagi að leyna upplýsingum og hreinlega ljúga að mér þegar ég spyr. 
Næst þegar ég þarf að greiða eitthvað verður byrjað á þessarri setningu:
Osandipatsa mtengo wa Azungu ;)
(Ekki gefa mér verð fyrir hvíta)

NORSK

Fik oppleve diskriminering på grunn av min hudfarge i dag. Tok barna til gartneren til lege pga de hadde høy feber og vi tenkte at de kunne ha Malaria. Vi bestemmt å bruke privat klinik som de andre ansatte har brukt når de har vært syke. Da har vi betalt rundt 3000 mkv og alle har vært fornøyd med tjenesten.
Denne gangen bestemmte vi å kjøre med de siden de hadde to unger med høy feber og vi kunne ikke tenke oss å la se bruke kollektiv transport. Når du kommer inn på området er det stor inngang på fremsiden av huset og ingen skilt som viser til å det finns andre veier inn. Når du kommer inn er der stor resepsjon hvor vi ble hilset, de ble spurt om barnas helsepassport og vi bedt om at sette oss på venteromet. Etter over en time ble ungene kalt inn hvor sykepleier måler temperatur og gir de feber reduserende medisin siden de begge hadde rundt 40 grader feber. Etter det går vi til bake til venteromet hvor vi venter i over half time etter lege. Etter å ha sett legen er vi bedt om å betale for blodprøverne før de kan tas og legen viser familien til høgre til laboratorium. Jeg går og betaler og når jeg ser hvor mye jeg skal betale begynner jeg å lure hvorfor. Jeg blir etter det vist å gå til venstre til et laboratorium og der måtte de fylle ut nytt skjema. Jeg spør hvorfor de skal til venstre siden legen hadde sagt til høgre og hun siger at det andre laboratorium ikke funker. Jeg går derfor til å hente familien og spør på det andre stedet om det er sant at det ikke funker. Det var ikke sant, alt funket greit og etter å ha spurt om forskjellen fik jeg vite at eneste forskjellen var prisen. Jeg går derfor ut til resepsjonen igjen og siger at siden det er ingen forskjell har jeg lyst å bruke den billigere. Da får jeg vite at siden de er "privat" kunder skal de gå til venstre. Siger også at siden de er "privat" trenger de ikke å vente like lenge som de andre som måtte ofte vente to timer for de fik hjelp (på dette tidspunktet hadde vi alrede vented 1 1/2 time). Jeg spør da hvem har bestemt å de skulle være "privat" kunder og fik å vite at det var bestemt etter hvilken inngang du brukte. Jeg skjønte ikke helt den forklaringen siden jeg ikke så flere innganger men etter mange spørsmål hvor jeg var begynt å tvile på at jeg kunne engelsk fik jeg vite at det var en inngang på siden av huset. Jeg prøvde å få vite hvad prisen ville ha vært hvis jeg hadde funnet den andre døren men hun ville ikke gi meg svar men ba om undskyldning fordi hun la merke til å jeg hadde betalt voksen pris for ungene og det skulle hun fikse når vi fik sluttoppgjøret, jeg ble litt overrasket og spurte om vi virkelig måtte betale mer på slutten og fik vite at det kunne være hvis de trengte noen behandling. 
Etter å blodprøverne var tatt sitter familien og venter tre kvarter til etter resultat som viser at de har Malarie, trenger behandling og blir lagt inn på barneavdeling. Etter å ha diskutert priser for innleggelse bestemmer jeg å få snakket med noen ansvarlig for å si fra at jeg er misfornøyd. Der gir de meg masse forklaringer på hvorfor vi ikke fik vite om den andre døren, løgner om at andre laboratoriet ikke funket og feil pris. Etter å ha hørt at hun i resepsjonen mest sannsynleg var trøtt pga at det var onsdag og da hadde de spesialist og flere pasienter, at de på det andre laboratoriet syns det er ok at lyve fordi de er privat og vil gjerne at du betaler for deres tjeneste, fik jeg nok da jeg også fik vite at den andre også hadde gitt meg feil informasjon fordi det var ikke noe barnepris kun pris for malaver eller de andre. Jeg ba hun om at finne ut av dette og når hun kom til bake var forklaringen at den i resepsjonen tenkte at siden jeg var hvid hadde jeg sikkert vært der før og ønsket raskeste tjenesten, den som skulle ta betalingen ga meg høyeste pris pga at jeg var hvid og etternavnet til barnene ikke var tipiskt malaviskt.
Resultatet ble at de skulle rette opp prisen siden ungene var malaver men de tok ingen hensikt til at de skulte informasjon om billigere valget at å gå inn den andre døren og at ungene alikevel ventet 3 timer før de fik behandling.
Som sagt ble samme tjeneste, som tok like lang tid som hun sa at det ville ta på andre siden, 10x dyrere pga at de hadde hvid menneske som følge.
Så det er sagt angrer jeg ikke på en krone / kvatcha som ble brukt for behandling for ungene men syns det er surt at siden de ser meg som azungu (hvit/rik) er det greit å ikke gi meg nødvendig informasjon og lyve når jeg spør.
Neste gang jeg må betale for tjeneste blir dette det første de hører:
Osandipatsa mtengo wa Azungu ;)
(Ikke gi meg pris for hvite)