torsdag 27. mars 2014

Forgangsakstur í Lilongwe / På utrykning i Lilongwe

Dagarnir hér á Bwaila sjúkrahúsinu eru óútreiknanlegir og aldrei að vita hvað næsta verkefni verður. Í dag fékk ég að prófa einn af þessum 6 sjúkrabílum hér í Lilongwe. Var að sinna konu sem var alvarlega  veik og þurfti að flytja hana á KCH spítalann til frekari meðhöndlunar. Sjúkrabílarnir hér eru yfirleitt ekki notaðir fyrir aðeins einn í einu svo fyrir utan konuna voru í bílnum 3 nýfædd börn, 2 aðstandendur, önnur nýbökuð móðir, svæfingartæknir og ég. Börurnar voru ekki fastar í bílnum og ekki pláss fyrir alla á bekknum. Við urðum svo bara að halda okkur í það sem hendi var næst og reyna skorða okkur einhvernvegin. Þar sem ástandið var slæmt ók bílstjórinn ansi greitt, ekki með blá ljós eða sírenur sem virkuðu og oftar en ekki á röngum vegarhelmingi. Hér þekkjast varla gangstéttar og er því mikið af gangandi vegfarendum á götunum, hjólreiðamenn út um allt og þar sem þetta var í hádeginu var einnig þung umferð. Munaði oft ekki nema örlitlu að við lentum í árekstri við umferðina sem kom á móti og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. Horfðist í augu við bílstjóra flutningabíls sem rétt náði að sveigja út af áður en við lentum beint framan á honum. Bílstjórinn okkar notaði flautuna óspart til að vara fólk við en það gaf þeim ekki langan tíma til að bregðast við og víkja. Hef aldrei á ævinni verið jafn fegin að komast út úr bíl á lífi og var mjög fegin að ekki var lengra á milli þessarra tveggja spítala. Adrenalínið streymdi stríðum straumum þegar ég reyndi að koma upplýsingum skilvíslega til skila til þeirra sem tóku á móti konunni, sem var þá meðvitundarlítil. Ákvað svo að fá Hauk til að sækja mig og koma mér aftur á Bwaila þar sem tilhugsunin um aðra ferð í sjúkrabílnum freistaði ekki. Restin af deginum var svo án stórtíðinda en það er samt ekki laust við að ég finni fyrir smá þreytu núna.

Kveðja úr hitanum
Rakel


NORSK:

Her på Bwaila vet man aldri hvordan dagen blir eller hvilken oppgaver vi får. I dag fik jeg prøve en av de 6 ambulansene her i Lilongwe. Hadde en pasient som var alvorlig syk og måtte overflyttes til KCH for videre behandling. Ambulansene her er vanligvis ikke brukt til kun en pasient om gangen og derfor var i bilen med damen 3 nyføtte barn, 2 pårørende. en nybakt mor til, anestesipersonel og jeg. Bårene var ikke festet i bilen og ikke plass til alle på benken. Vi måtte prøve å holde oss fast i det vi fik tak i for at ikke ble kastet rundt. Dersom situasjonen var kritisk kjørte sjåføren veldig fort, ikke med blå lys eller sirener som funker, stort sett på feil siden av veien. Her finnes det nesten ikke fortau og derfor mange fotgjengere på gaten, syklister over alt og dersom dette var i lunsjtiden var det også tung traffik. Oft var vi kun cm fra kollisjon med traffiken som kom i motsatt rettning og fotgjengere måtte løpe for livet. Så en sjåfør på stor lastebil i øyne rett før han fik svingt av veien til å unngå frontkollisjon. Våres sjåfør brukte bilhornet mye men det ga folk ikke spesielt lang tid til å reagere og gi plass. Har aldri i livet vært så glad å komme ut av en bil levende og var veldig glad at det ikke var lengre i mellom disse to sykehusene. Adrenalinet strømmte i full fart når jeg prøvde å gi god rapport til de som tok i mot damen som da var nesten bevistløs. Bestemmte meg for at be Hauk om å hente meg fordi tanken på en tur til i ambulansen fristet ikke. Resten av dagen gikk som vanlig men må inrømme at jeg er litt trøtt nu.

Varme hilsen
Rakel
Einn af sjúkrabílunum / En av ambulansene

Mannlífið á götum Malawi / Livet på veiene i Malawi

søndag 23. mars 2014

Sjúkraflutningar í Malaví / Ambulanser i Malawi

Hér í Malawi getur verið erfitt að koma sér á sjúkrahúsið þegar þörf er á. Sjúkrabílar eru af skornum skammti og ekki víst að einn slíkur sé laus þegar á þarf að halda. Í samtali við DHO (Distict health officer), sem er yfirmaður allra sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og sjúkrabílaþjónustu í héraðinu, kom fram að áætlað sé að það þurfi 1 sjúkrabíl á hverja 50.000 íbúa til að anna eftirspurn. Í dag eru hins vegar 6 sjúkrabílar í Lilongwe þar sem búa 2,4 milljónir!! Það er því nokkuð ljóst að þeir eru ekki nálægt því að uppfylla þann kvóta sem þarf. Í sjúkrabílunum er enginn útbúnaður eða sjúkraflutningamenn, aðeins bílstjóri. Þær konur sem koma á Bwaila nýta sér því oftast almennings samgöngur, reiðhjól eða 2 jafnfljóta til að komast til okkar. Myndin hér að neðan sýnir konu sem fékk far með pallbíl.
Haukur er byrjaður sem sjálfboðaliði í slökkviliðinu hér í Lilongwe. Eftir að hafa séð hversu bágborinn útbúnað þeir eiga og heyrt sögur af flutningum slasaðra ákvað hann að byrja á að kenna þeim grunn skyndihjálp. Strákarnir, sem flestir hafa enga þekkingu á líkamsstafseminni og í byrjun litla trú á að þeir gætu lært þetta, eru mjög þakklátir nemendur. Í dag flytja þeir oft sjúklinga í slökkvibílunum eða með lögreglunni. Þá er gjarnan stoppað á lögreglustöðinni fyrir skýrslutöku og því miður ekki allir sem þola það stopp. Væri draumur ef tækist að safna fyrir sjúkrabíl sem þeir gæti notað til að flytja fólk af slysstað á spítalann og nýtt sér í leiðinni sína nýju þekkingu.

NORSK
Her i Malawi kan det være vanskelig å komme seg frem til sykehuset når det er behov. Det er mangel på ambulanser og ikke sikkert at du får tak i en slik når du trenger. I samtale med DHO (District health officer), som er sjef over alle sykehus, helsestasjoner og ambulansetjenesten i fylket, fik vi vite at i følge planer skal det være 1 ambulanse på hver 50.000 mennesker til å dekke behovet. I dag er det 6 ambulanser i Lilongwe hvor det bor 2,4 millioner!!! Det siger seg derfor selv at de er langt i fra å kunne dekke behov. I ambulansene er det ingen utstyr eller ambulansepersonell, kun sjåfør. Kvinnene som kommer til Bwaila bruker derfor enten minibuss, sykler eller går til sykehuset. Bilden her nedenfor viser en dame som ble kjørt på en pickup til oss. 
Haukur er begynt som frivillig i Lilongwe brannvesen. Etter å ha sett hvor dårlig utstyr de har og hørt historier om hvordan de flytter pasienter bestemte han seg for å begynne med å undervise grunn førstehjelp. Guttene, som fleste ikke viste noe om hvordan kroppen funker og i starten hadde lite tro på at de kunne lære dette, er takknemlige elever. I dag flytter de gjerne folk med brannbilene eller politibiler. Da stopper de gjerne på politistasjonen for å ta rapport men det er dessverre ikke alle som er i stand til å tåle det. Det ville vært en drøm å kunne samle penger til ambulanse som de kunne ha brukt for å flytte pasienter og samtidig ta i bruk sin nye kunnskap.

mandag 3. mars 2014

The star thrower

Vinnan hér í Malawi getur verið mjög krefjandi og það koma stundir þar sem mig langar bara að gefast upp og fara heim. Finnst ég ekki geta gert nógu mikið og staðan vera vonlaus alveg sama hvernig horft er á hana. Þá reyni ég að minna mig á þessa sögu sem ég heyrði um krossfiskana á ströndinni:
 
Gamall maður hafði þann sið að fara í morgungöngu á ströndinni.  Dag einn eftir mikinn storm,  sá hann mannveru í fjarska sem hreyfði sig eins og hún væri að dansa.  Þegar hann nálgaðist sá hann að þetta var ung stúlka og hún var ekki að dansa heldur að teygja sig niður í sandinn, þar sem hún tók upp krossfisk og henda honum ofurvarlega út í sjóinn.
“Unga kona,” sagði hann,  “Af hverju ertu að henda krossfiskum  í sjóinn?”
“Sólin er komin upp, það fjarar út og ef ég hendi þeim ekki í sjóinn munu þeir deyja.”
“En unga kona, skilur þú ekki að ströndin teygir sig marga kílómetra og hún er þakin krossfiskum?  Það sem þú ert að gera er tilgangslaust.”
Unga stúlkan hlustaði kurteisislega, dokaði við en beygði sig síðan niður, tók upp annan krossfisk og henti honum út í sjóinn,  út yfir öldurnar sem skullu í fjöruborðinu og sagði, “Það hefur tilgang fyrir þennan.”
Gamli maðurinn leit rannsakandi á ungu stúlkuna og hugsaði um það sem hún hafði gert.  Innblásinn af orðum hennar, fór hann að henda krossfiskum aftur í sjóinn.  Fljótlega komu fleiri og öllum krossfiskunum var bjargað.

Oft hef ég heyrt söguna þannig að hún endar á “Það hefur tilgang fyrir þennan”  Það er ekki alltaf hægt að bjarga öllum en hver og einn skiptir máli.

Ef okkur fallast hendur yfir stóru verkefni þá er mikilvægt að hugsa að allt skiptir máli, líka það litla sem við gerum.

Þessi saga hefur haldið mér gangandi hér í Malawi og ég reyni að einbeita mér að þeim konum og börnum sem ég er svo heppin að fá að sinna en ekki öllu því sorglega sem hægt er að sjá allt í kringum okkur.

Knús úr hitanum
Rakel


NORSK:

Jobben her i Malawi er veldig tøff og jeg har opplevd det flere ganger at jeg har lyst å gi opp og reise hjem igjen. Føler at jeg får ikke gørt nok og at situasjonen er håpløs samma hvilken synspunkt man velger. Da prøver jeg at tenke på denne historien jeg hørte om sjøsternene på stranden:

En gammel mann var vant til å gå langs stranden hver morgen. En dag etter en stor storm, så hann menneske langt borte som bevegde seg som hun danset. Da han kom nærmere så han at det var en ung jente og hun danset ikke men bøyde seg ned i sanden, tok opp sjøstjerne og kastet den forsiktig ut i sjøen igjen.
"Unge dame" sa han, "hvorfor kaster du sjøstjernene i sjøen?"
 "Solen er på vej opp på himmelen, det fjerer ut og hvis jeg ikke kaster de ut i sjøen kommer de til med å dø"
"Men unge dame skjønner du ikke at stranden er flere km og er dekket med sjøsterner. Det du gjør er håpløst"
Unge jenter lyttet med respekt, sto stille en liten stund men begynnte så igjen, tok opp en sjøstjerne til og kastet det ut over bølgene og sa: "Det gir håp for denne"
Gamle mannen så på henne en stund og tenkte på det hun sa. Han ble inspirert og begynnte å hjelpe. Snart kom flere og gjorde det samme og aller stjøstjernene ble reddet. 

Jeg har ofte hørt historien ende etter at jenten siger at "det gir håp for denne". Det er ikke altid mulig å redde alle men hver enkelte teller.

Når vi har lyst å gi opp på en stor oppgave da er det viktig å huske at alt vi får gjørt er viktig selv om det føles lite.

Denne historien har hjulpet meg mye her i Malawi og jeg prøver at konsentrere på damene og barnene jeg er så heldig å få jobbe med i steden for å tenke på allt det triste som vi ser rundt oss.

Klem
Rakel


Um uppruna sögunnar / Mer om historien:

http://en.wikipedia.org/wiki/The_Star_Thrower