søndag 23. mars 2014

Sjúkraflutningar í Malaví / Ambulanser i Malawi

Hér í Malawi getur verið erfitt að koma sér á sjúkrahúsið þegar þörf er á. Sjúkrabílar eru af skornum skammti og ekki víst að einn slíkur sé laus þegar á þarf að halda. Í samtali við DHO (Distict health officer), sem er yfirmaður allra sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og sjúkrabílaþjónustu í héraðinu, kom fram að áætlað sé að það þurfi 1 sjúkrabíl á hverja 50.000 íbúa til að anna eftirspurn. Í dag eru hins vegar 6 sjúkrabílar í Lilongwe þar sem búa 2,4 milljónir!! Það er því nokkuð ljóst að þeir eru ekki nálægt því að uppfylla þann kvóta sem þarf. Í sjúkrabílunum er enginn útbúnaður eða sjúkraflutningamenn, aðeins bílstjóri. Þær konur sem koma á Bwaila nýta sér því oftast almennings samgöngur, reiðhjól eða 2 jafnfljóta til að komast til okkar. Myndin hér að neðan sýnir konu sem fékk far með pallbíl.
Haukur er byrjaður sem sjálfboðaliði í slökkviliðinu hér í Lilongwe. Eftir að hafa séð hversu bágborinn útbúnað þeir eiga og heyrt sögur af flutningum slasaðra ákvað hann að byrja á að kenna þeim grunn skyndihjálp. Strákarnir, sem flestir hafa enga þekkingu á líkamsstafseminni og í byrjun litla trú á að þeir gætu lært þetta, eru mjög þakklátir nemendur. Í dag flytja þeir oft sjúklinga í slökkvibílunum eða með lögreglunni. Þá er gjarnan stoppað á lögreglustöðinni fyrir skýrslutöku og því miður ekki allir sem þola það stopp. Væri draumur ef tækist að safna fyrir sjúkrabíl sem þeir gæti notað til að flytja fólk af slysstað á spítalann og nýtt sér í leiðinni sína nýju þekkingu.

NORSK
Her i Malawi kan det være vanskelig å komme seg frem til sykehuset når det er behov. Det er mangel på ambulanser og ikke sikkert at du får tak i en slik når du trenger. I samtale med DHO (District health officer), som er sjef over alle sykehus, helsestasjoner og ambulansetjenesten i fylket, fik vi vite at i følge planer skal det være 1 ambulanse på hver 50.000 mennesker til å dekke behovet. I dag er det 6 ambulanser i Lilongwe hvor det bor 2,4 millioner!!! Det siger seg derfor selv at de er langt i fra å kunne dekke behov. I ambulansene er det ingen utstyr eller ambulansepersonell, kun sjåfør. Kvinnene som kommer til Bwaila bruker derfor enten minibuss, sykler eller går til sykehuset. Bilden her nedenfor viser en dame som ble kjørt på en pickup til oss. 
Haukur er begynt som frivillig i Lilongwe brannvesen. Etter å ha sett hvor dårlig utstyr de har og hørt historier om hvordan de flytter pasienter bestemte han seg for å begynne med å undervise grunn førstehjelp. Guttene, som fleste ikke viste noe om hvordan kroppen funker og i starten hadde lite tro på at de kunne lære dette, er takknemlige elever. I dag flytter de gjerne folk med brannbilene eller politibiler. Da stopper de gjerne på politistasjonen for å ta rapport men det er dessverre ikke alle som er i stand til å tåle det. Det ville vært en drøm å kunne samle penger til ambulanse som de kunne ha brukt for å flytte pasienter og samtidig ta i bruk sin nye kunnskap.

1 kommentar: