mandag 3. mars 2014

The star thrower

Vinnan hér í Malawi getur verið mjög krefjandi og það koma stundir þar sem mig langar bara að gefast upp og fara heim. Finnst ég ekki geta gert nógu mikið og staðan vera vonlaus alveg sama hvernig horft er á hana. Þá reyni ég að minna mig á þessa sögu sem ég heyrði um krossfiskana á ströndinni:
 
Gamall maður hafði þann sið að fara í morgungöngu á ströndinni.  Dag einn eftir mikinn storm,  sá hann mannveru í fjarska sem hreyfði sig eins og hún væri að dansa.  Þegar hann nálgaðist sá hann að þetta var ung stúlka og hún var ekki að dansa heldur að teygja sig niður í sandinn, þar sem hún tók upp krossfisk og henda honum ofurvarlega út í sjóinn.
“Unga kona,” sagði hann,  “Af hverju ertu að henda krossfiskum  í sjóinn?”
“Sólin er komin upp, það fjarar út og ef ég hendi þeim ekki í sjóinn munu þeir deyja.”
“En unga kona, skilur þú ekki að ströndin teygir sig marga kílómetra og hún er þakin krossfiskum?  Það sem þú ert að gera er tilgangslaust.”
Unga stúlkan hlustaði kurteisislega, dokaði við en beygði sig síðan niður, tók upp annan krossfisk og henti honum út í sjóinn,  út yfir öldurnar sem skullu í fjöruborðinu og sagði, “Það hefur tilgang fyrir þennan.”
Gamli maðurinn leit rannsakandi á ungu stúlkuna og hugsaði um það sem hún hafði gert.  Innblásinn af orðum hennar, fór hann að henda krossfiskum aftur í sjóinn.  Fljótlega komu fleiri og öllum krossfiskunum var bjargað.

Oft hef ég heyrt söguna þannig að hún endar á “Það hefur tilgang fyrir þennan”  Það er ekki alltaf hægt að bjarga öllum en hver og einn skiptir máli.

Ef okkur fallast hendur yfir stóru verkefni þá er mikilvægt að hugsa að allt skiptir máli, líka það litla sem við gerum.

Þessi saga hefur haldið mér gangandi hér í Malawi og ég reyni að einbeita mér að þeim konum og börnum sem ég er svo heppin að fá að sinna en ekki öllu því sorglega sem hægt er að sjá allt í kringum okkur.

Knús úr hitanum
Rakel


NORSK:

Jobben her i Malawi er veldig tøff og jeg har opplevd det flere ganger at jeg har lyst å gi opp og reise hjem igjen. Føler at jeg får ikke gørt nok og at situasjonen er håpløs samma hvilken synspunkt man velger. Da prøver jeg at tenke på denne historien jeg hørte om sjøsternene på stranden:

En gammel mann var vant til å gå langs stranden hver morgen. En dag etter en stor storm, så hann menneske langt borte som bevegde seg som hun danset. Da han kom nærmere så han at det var en ung jente og hun danset ikke men bøyde seg ned i sanden, tok opp sjøstjerne og kastet den forsiktig ut i sjøen igjen.
"Unge dame" sa han, "hvorfor kaster du sjøstjernene i sjøen?"
 "Solen er på vej opp på himmelen, det fjerer ut og hvis jeg ikke kaster de ut i sjøen kommer de til med å dø"
"Men unge dame skjønner du ikke at stranden er flere km og er dekket med sjøsterner. Det du gjør er håpløst"
Unge jenter lyttet med respekt, sto stille en liten stund men begynnte så igjen, tok opp en sjøstjerne til og kastet det ut over bølgene og sa: "Det gir håp for denne"
Gamle mannen så på henne en stund og tenkte på det hun sa. Han ble inspirert og begynnte å hjelpe. Snart kom flere og gjorde det samme og aller stjøstjernene ble reddet. 

Jeg har ofte hørt historien ende etter at jenten siger at "det gir håp for denne". Det er ikke altid mulig å redde alle men hver enkelte teller.

Når vi har lyst å gi opp på en stor oppgave da er det viktig å huske at alt vi får gjørt er viktig selv om det føles lite.

Denne historien har hjulpet meg mye her i Malawi og jeg prøver at konsentrere på damene og barnene jeg er så heldig å få jobbe med i steden for å tenke på allt det triste som vi ser rundt oss.

Klem
Rakel


Um uppruna sögunnar / Mer om historien:

http://en.wikipedia.org/wiki/The_Star_Thrower

1 kommentar:

  1. Þessi fallega saga er góð skilaboð til okkar allra og fær mann til að hugsa því á þessum feiknalega hraða sem við lifum viljum við oft gleyma að staldra við og hugsa um lífið og hvað er það er mikilvægt og fallegt takk elsku Rakel mín þú ert hetja !!

    SvarSlett