torsdag 27. mars 2014

Forgangsakstur í Lilongwe / På utrykning i Lilongwe

Dagarnir hér á Bwaila sjúkrahúsinu eru óútreiknanlegir og aldrei að vita hvað næsta verkefni verður. Í dag fékk ég að prófa einn af þessum 6 sjúkrabílum hér í Lilongwe. Var að sinna konu sem var alvarlega  veik og þurfti að flytja hana á KCH spítalann til frekari meðhöndlunar. Sjúkrabílarnir hér eru yfirleitt ekki notaðir fyrir aðeins einn í einu svo fyrir utan konuna voru í bílnum 3 nýfædd börn, 2 aðstandendur, önnur nýbökuð móðir, svæfingartæknir og ég. Börurnar voru ekki fastar í bílnum og ekki pláss fyrir alla á bekknum. Við urðum svo bara að halda okkur í það sem hendi var næst og reyna skorða okkur einhvernvegin. Þar sem ástandið var slæmt ók bílstjórinn ansi greitt, ekki með blá ljós eða sírenur sem virkuðu og oftar en ekki á röngum vegarhelmingi. Hér þekkjast varla gangstéttar og er því mikið af gangandi vegfarendum á götunum, hjólreiðamenn út um allt og þar sem þetta var í hádeginu var einnig þung umferð. Munaði oft ekki nema örlitlu að við lentum í árekstri við umferðina sem kom á móti og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. Horfðist í augu við bílstjóra flutningabíls sem rétt náði að sveigja út af áður en við lentum beint framan á honum. Bílstjórinn okkar notaði flautuna óspart til að vara fólk við en það gaf þeim ekki langan tíma til að bregðast við og víkja. Hef aldrei á ævinni verið jafn fegin að komast út úr bíl á lífi og var mjög fegin að ekki var lengra á milli þessarra tveggja spítala. Adrenalínið streymdi stríðum straumum þegar ég reyndi að koma upplýsingum skilvíslega til skila til þeirra sem tóku á móti konunni, sem var þá meðvitundarlítil. Ákvað svo að fá Hauk til að sækja mig og koma mér aftur á Bwaila þar sem tilhugsunin um aðra ferð í sjúkrabílnum freistaði ekki. Restin af deginum var svo án stórtíðinda en það er samt ekki laust við að ég finni fyrir smá þreytu núna.

Kveðja úr hitanum
Rakel


NORSK:

Her på Bwaila vet man aldri hvordan dagen blir eller hvilken oppgaver vi får. I dag fik jeg prøve en av de 6 ambulansene her i Lilongwe. Hadde en pasient som var alvorlig syk og måtte overflyttes til KCH for videre behandling. Ambulansene her er vanligvis ikke brukt til kun en pasient om gangen og derfor var i bilen med damen 3 nyføtte barn, 2 pårørende. en nybakt mor til, anestesipersonel og jeg. Bårene var ikke festet i bilen og ikke plass til alle på benken. Vi måtte prøve å holde oss fast i det vi fik tak i for at ikke ble kastet rundt. Dersom situasjonen var kritisk kjørte sjåføren veldig fort, ikke med blå lys eller sirener som funker, stort sett på feil siden av veien. Her finnes det nesten ikke fortau og derfor mange fotgjengere på gaten, syklister over alt og dersom dette var i lunsjtiden var det også tung traffik. Oft var vi kun cm fra kollisjon med traffiken som kom i motsatt rettning og fotgjengere måtte løpe for livet. Så en sjåfør på stor lastebil i øyne rett før han fik svingt av veien til å unngå frontkollisjon. Våres sjåfør brukte bilhornet mye men det ga folk ikke spesielt lang tid til å reagere og gi plass. Har aldri i livet vært så glad å komme ut av en bil levende og var veldig glad at det ikke var lengre i mellom disse to sykehusene. Adrenalinet strømmte i full fart når jeg prøvde å gi god rapport til de som tok i mot damen som da var nesten bevistløs. Bestemmte meg for at be Hauk om å hente meg fordi tanken på en tur til i ambulansen fristet ikke. Resten av dagen gikk som vanlig men må inrømme at jeg er litt trøtt nu.

Varme hilsen
Rakel
Einn af sjúkrabílunum / En av ambulansene

Mannlífið á götum Malawi / Livet på veiene i Malawi

1 kommentar:

  1. jahérna hér alger rússsíbanareið þú færð aldeilis að upplifa sitt lítið af hverju Rakel mín og já þið öll, þegar maður les pistlana frá þér færist þessi heimsálfa nær og nær en aldrei eins og þið kynnist henni
    Eru "sjúkrafluttningabílarnir " sem sagt ekki með sírenur þannig að á þessari siglingu veit enginn hvað er í gangi og getur forðað sér,sorglegt að svona mikil fátækt skuli vera til og hvað maður er vanmáttugur gagnvart henni
    En það er bæði fróðlegt og gaman að lesa skrifin þín elsku Rakel mín takk fyrir
    Hlakka til að fá ykkur heim :)
    en svolítið héðan hér eru allir gluggar og svalhurð opið uppá gáttt enda 16° hiti sumarið er eiginlega alveg komið, ylmurinn góði frá bóndanum ætlar allt hér að kæfa mótórhjólin komin á götuna og allir að pússa glugga og hús og punta garðana sína
    heyri frá ykkur þegar skypoið dettur inn :)
    stórt faðmlag og trilljón kossar til ykkar allra

    Dídí

    SvarSlett