lørdag 18. januar 2014

Ein heima í Lilongwe

Ein heima í fyrsta sinn síðan við komum til Lilongwe og hvað er þá hægt að gera? Jú skrifa sitt fyrsta blogg sem ætlunin var að gera fyrir löngu síðan. Eitt af því sem hefur hindrað mig í að byrja var að ákveða á hvaða tungumáli þetta ætti að vera en hef ákveðið að halda mig við ástkæra, ylhýra móðurmálið og setja svo þýðingu á norsku í lokin.

Við erum búin að vera hér í Lilongwe í rúma tvo mánuði og lífið er farið að ganga sinn vanagang hér eins og annars staðar í heiminum.  Fólkið hér er mjög vinalegt og allir kurteisin uppmáluð. Enginn virðist vera að flýta sér og það tók smá tíma að venjast því að hlutirinir taka lengri tíma hér en við eigum að venjast. Fólk gefur sér tíma til að stoppa og spyrja þig hvernig þú hafir það jafnvel þó það hafi eiginlega ekki tíma til þess.
Karen og Axel eru komin á fullt í ABC Christian Academy og eru mjög ánægð þar. Eru orðin mjög klár í enskunni og gengur vel í skólanum. Eftir skóla er svo boðið upp á ýmsar afþreyingar og eru þau bæði í sundi og Karen í kór. Þrátt fyrir að vera yfirleitt búin að sulla í skólanum er sundlaugin í garðinum vel nýtt eftir heimalærdóminn.
Haukur þekkir orðið allar matvöruverslanir á stór-Lilongwe svæðinu og orðinn ansi flinkur við að finna allt sem okkur vantar, ef það finnst á annað borð hér. Hann er líka kominn í samband við slökkviliðið hér í Lilongwe og mun að öllum líkindum sinna þar sjálfboðaliðavinnu.
Ég er að verða komin vel inn í starfið á Bwaila sjúkrahúsinu þar sem fæðast um 15000 börn árlega og  mun örugglega segja ykkur meira frá því starfi í framtíðinni.

Munum vonandi vera dugleg við að setja inn smá upplýsingar um líf okkar hér í Afríku.
Kveðja úr sólinni
Rakel, Haukur, Karen og Axel


NORSK versjon: 

Hjemme alene for første gang siden vi kom til Lilongwe og hva kan man da gjøre? Ju, skrive sin første blogginnlegg som jeg hadde tenkt å gjøre for lenge siden. En av de tingene som har hindret meg fra å begynne er å bestemme på hvilket språk det skal være, men jeg bestemte meg for å holde meg til mitt elskede morsmål og oversette til norsk i slutten.
Vi har vært her i Lilongwe i over to måneder nu, og livet går som vanlig her som andre steder i verden . Menneskene her er veldig vennlige og høflige. Ingen ser ut til å være i en hast, og det tok litt tid å venne seg til ting tar lengre tid her enn vi er vant til. Folk gir seg selv tid til å stoppe opp og spørre deg hvordan har det selv om de egentlig ikke har tid til det.
Karen og Axel er i full gang på ABC Christian Academy og er veldig fornøyd der. Har blitt veldig smart i engelsk og gjør det bra på skolen. Etter skolen har skulen et utvalg av aktiviteter og de begge går på sv
ømming og Karen i koret. Selv om de blir gjerne våte i skolens svømmebasseng er svømmebassengen i hagen godt brukt også etter lekser.
Haukur er blitt godt kjent med alle dagligvarebutikker i større Lilongwe området og blitt ganske flink til å finne alt vi trenger, hvis det finns her. Han har også kommet i kontakt med brannvesenet her i Lilongwe og vil mest sannsynligvis utføre frivillig arbeid der.
Jeg har komt godt i gang med arbeidet på Bwaila sykehuset, hvor 15 000 barn blir født hvert år og vil definitivt fortelle mer om det i fremtiden .
Forhåpentligvis vil vi være flinke til å skirve litt mer om livet vårt her i Afrika.
Hilsen fra oss i solen
Rakel, Haukur, Karen og Axel

1 kommentar:

  1. takk fyrir Rakel mín "alein heima " það er svo gaman að lesa um ykkar daglega líf í ókunnu og framandi landi þó svo við séum í símasambandi, lestur er okkur íslendingum svo skemmtilegur
    Hlakka til þegar þú verður næst alein heima og lesa um ykkur elskurnar mínar
    Batakve'jur til ykkar, töframanninn inn flensuna út
    mamma Dídí

    SvarSlett